Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 28. júlí 2014 06:00
Arnar Daði Arnarsson
Gummi Tóta: Ljúft að skora sigurmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson var hetja Sarpsborg 08 í norsku úrvaldsdeildinni í gær þegar hann tryggði þeim sigurinn gegn Bödo/Glimt á útivelli með marki á 85. mínútu leiksins. Lokatölur 4-3 fyrir Sarpsborg sem hafa farið vel af stað eftir sumarfríið í Noregi.

Þetta var fyrsti sigur Sarpsborg 08 á útivelli á þessu tímabili. Guðmundur segir að slakt gengi liðsins á útivelli hafi vissulega verið farið að hafa áhrif á liðið.

,,Við vitum að við erum með gott fótboltalið og við höfum sýnt það á heimavelli. Það er því aðalatriðið að ná að sýna það sama á útivelli," sagði Guðmundur eftir leikinn við vefsíðu Sarpsborg 08.

,,Við vorum lélegir í fyrri hálfleik og vorum verðskudað undir í hálfleik. Við vissum að andstæðingarnir væru með lítið sjálfstraust eftir lélegt gengi að undanförnu. Við vorum ennþá inn í leiknum í hálfleik og við vorum staðráðnir í að gera betur í seinni hálfleik og það tókst," sagði Guðmundur en Sarpsborg lentu þrisvar sinnum undir í leiknum og voru til að mynda undir þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af leiknum.

,,Það var sérstaklega ljúft að fagna eftir leikinn eftir að hafa tryggt sigurinn. Stuðningsmennirnir voru frábærir og eiga mikinn þátt í sigrinum," sagði Gummi að lokum himinlifandi með markið.

Sarpsborg 08 er í 8. sæti norsku deildarinnar með 24 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner