Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. desember 2014 06:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Zamora: QPR verður að bjóða Austin nýjan samning
Charlie Austin hefur staðið sig afar vel með QPR.
Charlie Austin hefur staðið sig afar vel með QPR.
Mynd: Getty Images
Bobby Zamora, leikmaður QPR segir að liðið verði að bjóða framherjanum, Charlie Austin, nýjan samning áður en önnur lið reyna að fá hann í sínar raðir.

Austin skoraði úr vítaspyrnu gegn Arsenal, annan í jólum og varð hann því markahæsti Englendingurinn í ensku úrvalsdeildinni.

Kappinn hefur skorað 12 mörk en hann á aðeins 18 mánuði eftir af samningi sínum við QPR.

,,Hann er búinn að skora 12 mörk núna og það er frábært. Vonandi heldur hann áfram. Félagðið verður að bjóða honum nýjan samning," sagði Zamora.

,,Ég er ánægður fyrir hans hönd, hann er að standa sig vel og vinnur vel. Önnur lið fylgjast pottþétt með honum. Ef þau eru ekki að því þá eru þau rugluð því hann skorar mörk."

,,Hann stóð sig vel á síðustu leiktíð og þótt þetta sé skref upp á við þá vitum við hvað hann getur gert. Hann hefur ekki skorað frábær mörk, hann fer ekki framhjá fjórum eða fimm leikmönnum en þetta eru framherja mörk, hann klárar færin sín," sagði Zamora að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner