Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 29. mars 2017 14:06
Magnús Már Einarsson
Zlatan í viðræðum við Man Utd: Sjáum hvað gerist
Zlatan Ibrahimovic fagnar marki.
Zlatan Ibrahimovic fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United, hefur staðfest að hann sé í viðræðum um nýjan samning.

Hinn 35 ára gamli Zlatan gerði eins árs samning við Manchester United síðastliðið sumar með möguleika á árs framlengingu.

Zlatan hefur verið orðaður við félög í Bandaríkjunum en hann segir að viðræður séu í gangi um framlengingu hjá Manchester United.

„Sjáum hvað gerist. Við erum í viðræðum. Ég á möguleika á ári í viðbót og ég vil standa mig frábærlega þegar ég er hér. Sjáum til. Það er nægur tími," sagði Zlatan.

„Ég er að njóta þess að vera hjá þessu stórkostlega félagi. Þetta er án efa stærsta félag í heimi og hér er frábær þjálfari. Ég þekkti hann áður, hann er sigurvegari og fullkominn þjálfari fyrir þetta félag."

„Það eru ekki margir sem eiga möguleika á að vera leikmenn Manchester United en ég gat það. Fólkið vildi fá mig, ég valdi besta félagið á Englandi og þannig virkar þetta."

Athugasemdir
banner
banner
banner