Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. maí 2015 12:00
Magnús Már Einarsson
Sörensen, Wilkinson og Palacios fara frá Stoke
Thomas Sörensen er á förum.
Thomas Sörensen er á förum.
Mynd: Getty Images
Thomas Sörensen, Andy Wilkinson og Wilson Palacios eru allir á förum frá Stoke.

Hinn þrítugi Wilkinson hefur leikið með Stoke allan sinn feril. Palacios kom ekkert við sögu á þessu tímabili en Stoke keypti hann frá Tottenham á sex milljónir punda árið 2011.

Sörensen er 38 ára gamall markvörður sem hefur verið hjá Stoke síðan árið 2008.

Sörensen ætlar að láta gott af sér leiða í sumar með því að fara í langan hjólatúr og safna pening fyrir langveik börn.

„Ég mun hjóla 4000 mílur yfir Bandaríkin til að styrkja langveik börn og láta langþráðan draum rætast," sagði Sörensen.
Athugasemdir
banner
banner
banner