Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. maí 2016 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enn einn miðvörður Frakka meiddur - Mathieu fer ekki á EM
Umtiti kemur inn í staðinn
Mathieu er meiddur
Mathieu er meiddur
Mynd: Getty Images
Jeremy Mathieu, miðvörður Barcelona, er meiddur og mun ekki fara á EM. Hann er þriðji miðvörður Frakka sem meiðist fyrir EM.

Mathieu er meiddur á kálfa, en auk hans eru Raphael Varane og Kurt Zouma meiddir.

Þá hefur verið spurningarmerki með Mamadou Sakho, en banntími hans eftir að hafa fallið á lyfjaprófi rann út í gær og gæti hann því tæknilega séð spilað með Frökkum á EM.

Samuel Umtiti, miðvörður Lyon hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Mathieu.

Þá var Adil Rami, miðvörður Sevilla kallaður inn í hópinn í stað Varane, en Didier Deschamps, landsliðsþjálfari, þarf að velja lokahópinn endanlega fyrir sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner