Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. júní 2016 09:56
Magnús Már Einarsson
Allir heilir heilsu fyrir leikinn gegn Frökkum - Kolbeinn klókur
Icelandair
Kolbeinn var þreyttur gegn Englendingum.
Kolbeinn var þreyttur gegn Englendingum.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Staðan á íslenska landsliðshópnum er góð fyrir leikinn gegn Frökkum í 8-liða úrslitum EM á sunnudag.

„Allir eru heilir og allir eru mjög ánægðir," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

Á 76. mínútu gegn Englandi var Jón Daði Böðvarsson á leið af velli þegar Kolbeinn Sigþórsson bað um skiptingu í staðinn. Kolbeinn er í góðu lagi fyrir leikinn á sunnudag.

„Kolbeinn var þreyttur og vildi koma út af," sagði Heimir.

„Hann sá að við vorum að skipta um framherja og vildi koma af velli. Fyrir okkur skipti það ekki miklu máli á þessu augnabliki, þeir voru báðir að standa sig frábærlega. Hann var ekki meiddur heldur þreyttur. Þetta var klókt hjá honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner