Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 30. júní 2015 21:38
Ívan Guðjón Baldursson
EM U21: Svíþjóð Evrópumeistari eftir vítaspyrnukeppni
John Guidetti er stjörnuleikmaður U21 landsliðs Svía enda lykilmaður í liði Celtic.
John Guidetti er stjörnuleikmaður U21 landsliðs Svía enda lykilmaður í liði Celtic.
Mynd: Getty Images
Svíþjóð 0 - 0 Portúgal (4-3 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 J. Guidetti
1-1 G. Pacienca
2-1 Kiese Thelin
2-2 Toze
3-2 L. Augustunsson
3-2 R. Esgaio brennir af
3-2 A. Khalili brennir af
3-3 J. Mario
4-3 Nilsson-Lindelof
4-3 William Carvalho brennir af

Svíar eru Evrópumeistarar landsliða skipuðum leikmönnum 21 árs og yngri.

Svíar áttu magnað mót þar sem dugnaður, hugrekki og þrautseigja skiluðu gullinu.

Í riðlinum töpuðu Svíar gegn Englendingum og gerðu jafntefli við Portúgali sem þeir mættu svo aftur í úrslitum eftir að hafa slegið Dani út í undanúrslitum.

Úrslitaleikurinn var frekar jafn þar sem Portúgalir nutu þess að stjórna leikflæðinu á meðan Svíarnir spiluðu fyrir aftan boltann og voru snöggir að snúa vörn í sókn.
Athugasemdir
banner