Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. ágúst 2016 17:47
Elvar Geir Magnússon
Torino borgar eina milljón evra fyrir að fá Hart
Hart er á leið til Ítalíu.
Hart er á leið til Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Torino borgar aðeins eina milljón punda fyrir að fá enska landsliðsmarkvörðinn Joe Hart lánaðan út tímabilið.

Joe Hart er í Ítalíu í læknisskoðun og til að ganga frá lánssamningi sínum frá Manchester City. Félagaskiptin verða staðfest á morgun.

Hann steig út á svalir á höfuðstöðvum Torino í dag með trefil merktan félaginu og veifaði til stuðningsmanna.

Manchester City borgar áfram langstærstan hluta launa Hart meðan hann spilar á Ítalíu. Torino er með þrjú stig eftir tvo leiki í ítölsku A-deildinni.

Hart ákvað að yfirgefa City eftir að ljóst var að hann væri ekki hugsaður sem aðalmarkvörður af Pep Guardiola.



Athugasemdir
banner
banner
banner