Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 31. ágúst 2014 16:52
Jóhann Ingi Hafþórsson
England: Arsenal og Leicester skildu jöfn
Alexis Sanchez fagnar marki sínu í dag.
Alexis Sanchez fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Ulloa jafnar hér leikinn.
Ulloa jafnar hér leikinn.
Mynd: Getty Images
Leicester City 1 - 1 Arsenal
0-1 Alexis Sanchez ('20 )
1-1 Leonardo Ulloa ('22 )

Leicester City og Arsenal mættust í dag í ensku úrvalsdeildinni í afar skemmtilegum leik.

Mikið var um færi á báða bóga allan leikinn en það voru Arsenal sem komust yfir, Alexis Sanchez skoraði þá eftir undirbúing Santi Cazorla og Yaya Sanogo.

Forrustan entist þó aðeins í tvær mínútur því Jeff Schlupp átti frábæra fyrirgjöf á kollinn á Leonardo Ulloa sem jafnaði með góðum skalla.

Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik þrátt fyrir tækifæri beggja liða.

Leonardo Ulloa komst hvað næst því að skora í seinni hálfleik þegar hann fór illa með Calum Chambers áður en hann skaut rétt framhjá marki Arsenal.

1-1 jaftefli staðreynd í mjög fjörugum leik. Leicester liðið hefur staðið sig vel í deildinni hingað til gegn þremur afar erfiðum liðum.
Athugasemdir
banner
banner