Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
KDA KDA
 
Valur Páll Eiríksson
Valur Páll Eiríksson
fim 07.sep 2017 15:00 Valur Páll Eiríksson
Önnur hlið á ævintýri Sýrlendinga Í fyrradag var greint var frá sögulegum árangri Sýrlands í Undankeppni HM í Rússlandi en þeir hafa aldrei verið nær því að komast á Heimsmeistaramót. Þeir eru komnir í umspil þar sem þeir mæta Áströlum í næsta mánuði og sigri þeir það fara þeir í annað umspil gegn liði frá Norður Ameríku um sæti á HM.

Ótrúlegt er að sjá eins stríðsþjáða þjóð og Sýrland ná árangri sem þessum og ekki á hverjum degi sem hægt er að segja jákvæðar fréttir af landinu. Ekki er hins vegar allt sem sýnist þegar litið er á Öskubuskusögu landsliðsins. Eins og alþjóð veit ríkir borgarastyrjöld í landinu og henni fylgja margar hræðilegar sögur og er fótboltinn þar í landi því ekki undanþeginn frekar en neitt annað.

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, gerir sér grein fyrir því, líkt og margir einræðisherrar sögunnar (t.a.m. Franco, Mussolini, Hitler o.fl.) að íþróttir eru sterkt sameiningartákn. Rétt eins og við á Íslandi þekkjum þegar við flykkjumst á bakvið landslið okkar og íþróttamenn þegar vel gengur. Meira »
fös 31.mar 2017 15:00 Valur Páll Eiríksson
Er partýið virkilega búið? Vísir birti eftir 2–1 sigur Íslands á Kósóvó uppgjör Óskars Hrafns Þorvaldssonar um leikinn. Ekki er hægt að segja annað en að umræða Óskars hafi verið neikvæð þar sem hann lastar frammistöðu landsliðsins í leiknum og setur spurningamerki við mikilvægi Lars Lagerbacks, við frammistöðu Heimis Hallgrímssonar sem þjálfara, spilamennsku liðsins almennt og jafnframt stöðu ákveðinna leikmanna innan liðsins. Meira »