Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
KDA KDA
 
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Lesendur Fótbolta.net geta sent inn pistla á [email protected]  Fullt nafn verður að vera með pistlinum og ekki er verra ef að mynd af pistlahöfundi fylgir með.
fim 29.feb 2024 12:00 Aðsendir pistlar
Vörumerki í vörn og sókn Vörumerki íþróttafélaga eru mikilvægur þáttur í ímynd og sjálfsmynd félaganna og stuðningsmanna þeirra og félögin nota vörumerki með ýmsum hætti til að styrkja tengsl við stuðningsmenn sína og samfélagið allt. Eins og vörumerki almennt geta þau verið mjög verðmæt og stundum verðmætustu eignir félaganna. Meira »
mán 29.jan 2024 08:16 Aðsendir pistlar
Skömm Vöndu - Landsleikur Íslands við Ísrael „Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu.

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur,“ sagði í yfirlýsingu KSÍ sem kom út í febrúar 2022. Óhætt er að segja að erfitt hafi verið að finna manneskju á landinu sem setti sig upp á móti til þessari ákvörðun. Meira »
fim 14.des 2023 16:30 Aðsendir pistlar
Íslenskur fótbolti - stefnum hærra Fyrir stuttu síðan tilkynnti ég um framboð mitt til formanns KSÍ. Mig langar til þess að leggja mitt af mörkum til þess að þróa áfram íslenskan fótbolta og gera gott starf enn betra. Meira »
þri 28.nóv 2023 06:00 Aðsendir pistlar
Í hvaða sæti setjum við okkar fólk? Ég vil byrja á því að óska íþróttafólki í Mosfellsbæ til hamingju með frábært keppnistímabil sem nú er að baki. Meira »
fös 15.sep 2023 20:00 Aðsendir pistlar
Undrabörn „...we can praise wisely, not praising intelligence or talent. That has failed. Don’t do that anymore. But praising the process that kids engage in: their effort, their strategies, their focus, their perseverance, their improvement. This process praise creates kids who are hardy and resilient."
Carol Dweck
Meira »
fös 25.ágú 2023 08:20 Aðsendir pistlar
Opið bréf til Vöndu og KSÍ Opið bréf til formanns KSÍ þar sem hún er upptekin við önnur mál þessa dagana en að svara 4. flokks þjálfara út á landi, hvorki í síma né tölvupósti, þá ætla ég að láta á þetta reyna hér. Meira »
mán 21.ágú 2023 15:33 Aðsendir pistlar
Grasið fer í vetrardvalann Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, ritaði eftirfarandi texta í opinni Facebook færslu á dögunum og er textinn nú birtur hér sem pistill. Meira »
lau 17.jún 2023 10:30 Aðsendir pistlar
Helv... djö.... dómari!

Það hefur ekki farið fram hjá neinum knattspyrnuáhugamanni að undanfarnar vikur og mánuði hafa miklar neikvæðar umræður átt sér stað um dómgæslu á knattspyrnuleikjum. Þjálfarar og leikmenn sem hafa sagt lítið og jafnvel varið dómara í áraraðir virðast vera komnir með nóg. Stuðningsmenn eru að syngja níðsöngva, foreldrar láta vel í sér heyra, ungir krakkar farnir að apa eftir þeim fullorðnu og dómarar hafa fengið hótanir. Þetta er greinilega ekki að stefna í rétta átt.

Meira »
mán 05.jún 2023 10:40 Aðsendir pistlar
Ástæður þess að ég hætti að dæma Árið 2006 var ég 18 ára og tiltölulega nýhættur að æfa knattspyrnu vegna meiðsla en fótbolti var mitt helsta áhugamál. Ég ákvað að fara þá leið að fá dómararéttindi og byrja dæma leiki hjá liðinu sem ég æfði með. Ég vildi halda tengslunum við fótbolta og liðið mitt og fannst þetta góð hvatning til að halda mér í góðu líkamlegu ástandi. Ég var frekar spenntur fyrir þessu öllu. Eins og gefur að skilja þá byrjaði ég að dæma hjá yngstu flokkunum en fljótlega var ég byrjaður að dæma hjá 2., 3. og 4. flokki karla og kvenna ásamt því að dæma æfingaleiki hjá meistaraflokkunum.

En þegar ég hugsa um þau tæpu fjögur ár sem ég dæmdi knattspyrnuleiki get ég ekki sagt að minningarnar séu fullar af gleði. Því miður. Meira »
fim 27.apr 2023 08:00 Aðsendir pistlar
Gerðu það bara, ekki bíða eftir breytingum Í sumar kemur út bókarkafli eftir undirritaðann og Hafrúnu Kristjánsdóttur í bókinni Football in the Nordic Countries sem gefin er út af Routledge. Honum er ætlað að varpa ljósi á jákvæðar breytingar í viðhorfi íslensks almennings til knattspyrnu kvenna síðan kvennalandsliðið varð fyrsta A landslið Íslands í knattspyrnu til að komast á stórmót árið 2009. Þó að enn sé ýmislegt óunnið í jafnréttismálum innan knattspyrnunnar, hefur þó margt breyst til hins betra hraðar en víðast annars staðar. Meira »