Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
KDA KDA
 
Mist Rúnarsdóttir
Mist Rúnarsdóttir
þri 13.maí 2014 10:00 Mist Rúnarsdóttir
Stundum þarf maður að heita Daníel Fótbolti hefur aldrei verið langt undan á þeim tíma sem ég hef verið að þvælast um Afríku. Allt í kring eru tilvísanir í fótbolta. Fjölmargir barir, veitingastaðir, búðir, rakarastofur og bílaþvottastöðvar heita til dæmis eftir fótboltaliðum og mörg farartæki eru merkt evrópskum stórliðum. Sem fótboltanörda finnst mér því æðislegt að rölta bara um borgir og þorp og skoða hvernig boltamenningin kemur fyrir sjónir. Meira »
fös 11.apr 2014 15:40 Mist Rúnarsdóttir
„Tjels, tjels“ „Tjels, tjels“.. „Tjels, tjels“.. Heyrði ég ýmist pískrað eða hrópað í kringum mig þegar ég þræddi götumarkaði í Lusaka. Ég tók þessi orð ekki sérstaklega til mín enda skildi ég ekkert í þeim. Þar sem ég var nýkomin til Zambíu og ekki búin að kynnast tungumálunum þá gat þetta svosem þýtt hvað sem er. Verandi hvít á litinn (og mögulega í of stuttum buxum) gat ég svosem átt von á að vekja athygli en þegar fólk vill ná sambandi þá hrópar það yfirleitt „Mzungu“ (hvít manneskja) eða eitthvað á ensku.

Það var ekki fyrr en maður í Chelsea búning kom upp að mér skælbrosandi, rak þumalinn upp í loft og sagði „Tjels“ sem ég áttaði mig. Blái Adidas bolurinn sem ég klæddist minnir um margt á liðsbúning Chelsea og allt þetta „tjels, tjels“ hafði því beinst að mér. Ég brosti og gaf honum „thumbs up“ á móti. Sagði hinsvegar að ég væri Arsenal-kona og þetta væri nú ekki Chelsea-treyja heldur bara blár bolur sem ég hafði fengið gefins. Hann hló bara að því og ítrekaði að Chelsea væru bestir áður en leiðir okkar skildu. Meira »
fös 26.ágú 2011 11:25 Mist Rúnarsdóttir
Enn af áhorfendum Kollegi minn hann Hafliði Breiðfjörð skrifaði pistil hér á síðuna fyrr í vikunni sem ber yfirskriftina „Af hverju ekki að fá raunverulega áhorfendur á völlinn“. Þar veltir hann því fyrir sér af hverju miðaverð í Pepsi-deild karla sé ekki lækkað til þess að fá fleiri áhorfendur á völlinn. Mér þykir þetta góður punktur hjá Hafliða og er handviss um þéttar verði setið í stúkunni ef dregið verður úr miðaverði. Meira »
fim 24.mar 2011 10:00 Mist Rúnarsdóttir
Með fimm kíló af tómötum og vaselín á geirvörtunum Mér hefur alltaf fundist gaman að ferðast og það er engin undantekning á því þegar ég hef farið í ferðir á vegum Fótbolta.net og fylgst með landsliðunum okkar. Vissulega er mestum tíma þá eytt í kringum íslenska liðið og svo fyrir framan tölvuskjá en það breytir því ekki að ævintýrin eru aldrei langt undan. Ég var því mjög spennt þegar meistari Hafliði, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, bar það undir mig að taka mér „frí" frá ferðalagi mínu í Tyrklandi og skella mér til Kýpur til að fylgjast með strákunum okkar. Meira »