Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 03. maí 2008 12:21
Hafliði Breiðfjörð
Fyrrverandi sænskur landsliðsmaður vill spila á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Andri Fannar
Sænskur framherji/kantmaður að nafni Christian Hemberg, hefur mikinn áhuga á að spila á Íslandi í sumar. Christian hefur leikið tæpa 100 leiki í Allsvenskan og meðal annars með Tryggva Guðmundssyni og Jóhanni Guðmundssyni hjá Örgryte.

Einnig á Christian að baki tvo leiki með A-landsliði Svíþjóðar, auk fjölda leikja með yngri landsliðum.

Christian er 26 ára gamall og var í vetur á mála hjá Raufoss í Noregi, en félagið varð gjaldþrota og leikmenn þess voru þar með leystir undan samningi, og er hann nú að leita sér að nýjum vinnuveitanda.

Fulltrúar áhugasamra félaga í úrvals-eða 1. deild geta sent tölvupóst á [email protected].
Athugasemdir
banner
banner
banner