Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. nóvember 2008 14:30
Þórður Már Sigfússon
Útsendarar frá Newcastle og Sunderland fylgdust með Eggerti í gær
Mynd: Getty Images
Áhugi enskra liða á Eggerti Gunnþóri Jónssyni, leikmanni Hearts, er sífellt að aukast en eins og Fótbolti.net greindi frá í gær eru nokkur 1. deildarlið þar í landi með leikmanninn í sigtinu, þ.á.m. Coventry og Nottingham Forest.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fótbolta.net voru útsendarar frá ensku úrvalsdeildarliðunum Newcastle og Sunderland á Tynecastle, heimavelli Hearts, í gærkvöldi þegar liðið atti kappi við Hamilton og sigraði 1-0.

Eggert var einn þeirra leikmanna sem útsendararnir komu gagngert til að skoða en félagi hans hjá Hearts, miðvörðurinn Christophe Berra, og ungstirnið James Mccarthy, sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Hamilton, voru einnig undir smásjánni.

Athugasemdir
banner
banner
banner