Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. september 2012 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zamparini rak Sannino eftir þrjá leiki: Hann klúðraði öllu
Maurizio Zamparini er þekktur á Ítalíu fyrir að vera mikill skemmtikraftur með sinn stórfurðulega persónuleika.
Maurizio Zamparini er þekktur á Ítalíu fyrir að vera mikill skemmtikraftur með sinn stórfurðulega persónuleika.
Mynd: Getty Images
Hinn stórfurðulegi Maurizio Zamparini, eigandi Palermo, hefur ákveðið að reka Giuseppe Sannino úr þjálfarastöðu Palermo og ráða Gian Piero Gasperini í hans stað.

Sannino skrifaði undir tveggja ára samning við Palermo í júní og hefur verið rekinn eftir aðeins þrjá leiki í ítölsku efstu deildinni.

,,Sannino var ekki með stjórn á liðinu og ég trúði ekki að hann gæti náð árangri án þess að vera með stjórn á liðinu," sagði Zamparini í útvarpsviðtali.

,,Hann átti að vera hershöfðingi en hann höndlaði það ekki. Hann var ekki á sama plani og liðið og ég tók eftir því að leikmennirnir hlupu ekki til hans til að fagna þegar þeir skoruðu mark.

,,Að mínu mati klúðraði hann líka æfingaprógraminu á undirbúningstímabilinu. Ég fékk ekki að ráða neinu og starfsmenn undir hans stjórn klúðruðu öllu. Hann gerði allt vitlaust.

,,Mér finnst það synd fyrir nútímaknattspyrnu að þjálfari þurfi fjóra samstarfsmenn til að hjálpa sér með starfið. Nú þarf ég að borga Sannino og fjórum samstarfsmönnum hans og öllu starfsliði Gasperini.

,,Ég veit að ég gerði fréttamenn mjög ánægða með að reka Sannino en það er betra að reka hann snemma og gera fréttamenn ánægða heldur en að enda í Seríu B."

Athugasemdir
banner
banner
banner