Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. september 2014 00:30
Magnús Már Einarsson
Radamel Falcao til Manchester United (Staðfest)
Falcao mun spila með Manchester United í vetur.
Falcao mun spila með Manchester United í vetur.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur fengið framherjann Radamel Falcao á láni frá Monaco en lánssamningurinn gildir út tímabilið.

Manchester United á síðan möguleika á að kaupa Falcao næsta sumar.

Stuðningsmenn Manchester United hafa beðið spenntir eftir fréttum í kvöld og félagaskiptin hafa nú loks verið staðfest.

,,Manchester United er stærsta félag í heimi og ég er ákveðinn að koma þeim aftur á toppinn," sagði Falcao eftir að hann skrifaði undir lánssamninginn.

Falcao hefur skorað 104 mörk í 139 deildarleikjum með Porto, Atletico Madrid og Monaco síðan árið 2009.

Þessi 28 ára gamli Kolumbíumaður gekk í raðir Monaco í fyrrasumar en hann missti af síðari hluta tímabilsins sem og HM í sumar vegna hnémeiðsla.

Fyrr í dag krækti Manchester United einnig í Daley Blind frá Ajax en áður höfðu Angel Di Maria, Ander Herrera, Luke Shaw og Marcos Rojo gengið til liðs við félagið.

Falcao og Blind gætu spilað sinn fyrsta leik þegar Manchester United mætir QPR þann 14. september eftir landsleikjahléið sem er framundan.
Athugasemdir
banner
banner