Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. október 2014 23:00
Magnús Már Einarsson
Stofna síðu til að fá Ísland í FIFA 16
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingar hafa stofnað síðu á Facebook þar sem óskað er eftir því að íslenska landsliðið verði á meðal liða í tölvuleiknum FIFA 16 á næsta ári.

FIFA leikirnir eru gríðarlega vinsælir en ekkert hægt að spila með íslenska landsliðið í FIFA 15 sem kom út á dögunum.

Eftir góðan árangur íslenska landsliðsins að undanförnu standa þó vonir til að Ísland verði í leiknum að ári.

,,Markmiðið er að ná sem flestum like-um og reyna að ná fyrst og fremst til EA Sports framleiðandanna. Sem dæmi ætlum við að reyna að ná til David Rutter einn af höfuðpaurunum í EA Sports FIFA," segir Pétur Finnbogason einn af stofnendum síðunnar.

,,Like síðan mun stafa af staðreyndum, fréttum og öllu því sem skiptir máli hvað varðar velgengni íslenska landsliðsins sem að lokum(vonandi) muni fá athygli frá EA Sports."

Áhugaverðir punktar frá síðunni
- Ísland verður síðar í mánuðinum ofar á styrkleikalista FIFA heldur en Svíðþjóð og Danmörk sem hafa verið með föst sæti seinustu ár í FIFA leikjunum.
- Gylfi Sigurðsson er með hæsta overall af íslenskum leikmönnum í FIFA en hann er með 79 í overall.
-Alls eru 31 íslenskir leikmenn í FIFA 15.

Smelltu hér til að fara á síðuna
Athugasemdir
banner
banner
banner