Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. október 2014 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti myndi aldrei þjálfa Barca - Ramos vill spila frammi
Mynd: Getty Images
 Berlusconi hafði skoðanir um byrjunarlið AC Milan þegar Ancelotti stýrði ítalska félaginu.
Berlusconi hafði skoðanir um byrjunarlið AC Milan þegar Ancelotti stýrði ítalska félaginu.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Sergio Ramos skorar reglulega og vill spila sem framherji!
Miðvörðurinn Sergio Ramos skorar reglulega og vill spila sem framherji!
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti var tekinn í langt viðtal hjá spænsku útvarpsstöðinni Cadena SER.

Þjálfari Real Madrid var spurður spjörunum úr þar sem hann sagðist meðal annars aldrei vilja taka við þjálfarasæti Barcelona.

Þú skiptir Cristiano útaf gegn Liverpool Ég íhugaði ekki að skipta honum af velli fyrr en ég sá hann taka sprett og áttaði mig á því að við þyrftum ekki krafta hans allan leikinn.

Er þetta góð tímasetning til að mæta Barca í El Clásico? Það er alltaf erfitt að spila við Barca en ég er rólegur því liðið mitt mun spila vel.

Hvort ætlaru að nota Iker Casillas eða Keylor Navas í marki í framtíðinni? Keylor mun spila í bikarnum og nokkrum deildarleikjum, eins og hann gerði gegn Elche.

Hvaða miðverðir munu spila gegn Barca? Pepe er tæpur, en Sergio Ramos mun spila. Ef Pepe nær sér þá mun hann líka spila.

Hvers vegna notarðu Isco ekki meira? Isco er að spila vel en hann þarf meiri reynslu. Það er mjög erfitt fyrir leikmann að koma til Madrid og fara beint í það að vera fastur byrjunarliðsmaður.

Ætlarðu að breyta miðjunni fyrir leikinn gegn Barca? Khedira gæti verið lausn því hann hefur náð sér af meiðslum. Ég er ekki alveg viss um hvernig ég ætla að spila á miðjunni.

Myndi Gareth Bale spila ef hann væri ómeiddur? Ég held það. Bale er í byrjunarliðinu þegar hann er í heilu lagi.

Sástu sigur Börsunga gegn Ajax? Já, ég reyni alltaf að horfa á andstæðingana og finna galla þeirra en mér tókst það ekki í þetta skiptið, því miður.

Hefurðu undirbúið eitthvað sérstakt fyrir el Clásico? Já, ég verð með mjög sérstaka leiktaktík.

Hefur forseti Real nokkurn tímann sagt þér hvaða byrjunarlið á að spila? Aldrei. Berlusconi gerði það hins vegar hjá Milan, hringdi í mig og sagði hverjir ættu að spila.

Hefur einhver leikmaður beðið um að spila í annari stöðu en venjulega? Sergio Ramos segist vilja spila sem sóknarmaður. Honum líkar að spila þar og hefur gæðin til þess. Ég leyfði honum að spila á miðjunni í einn leik, kannski færi ég hann framar á völlinn á laugardaginn (sagði Ancelotti hlæjandi).

Myndirðu nokkurn tímann þjálfa Barcelona? Ef þú þjálfar Real Madrid þá máttu aldrei þjálfa Barcelona. Ég verð að virða sögu félagsins sem ég þjálfa, rétt eins og ég myndi aldrei taka við Inter því ég þjálfaði Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner