Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 31. október 2014 15:00
Magnús Már Einarsson
Auðunn Blöndal spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Auddi er búinn að setja sína spá saman.
Auddi er búinn að setja sína spá saman.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Auddi sendir Gylfa skilaboð í spánni.
Auddi sendir Gylfa skilaboð í spánni.
Mynd: Getty Images
Auddi spáir jafntefli hjá Manchester United gegn City.
Auddi spáir jafntefli hjá Manchester United gegn City.
Mynd: Getty Images
Björn Bragi Arnarsson fékk fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum í síðustu viku.

Annar sjónvarpsmaður, Auðunn Blöndal, fær að spreyta sig á spánni að þessu sinni en hana má sjá hér að neðan.

Auðunn greinir meðal annars frá því hvað hann er tilbúinn að gera fyrir þrjú stig hjá Manchester United í grannaslagnum gegn City á sunnudag.



Newcastle 2 - 2 Liverpool (12:45 á morgun)
Fyrir tveimur vikum hefði þetta verið líklegur Liverpool sigur en þessi Pardew virðist vera með níu líf eins og kötturinn! Það voru alltaf hrikalega skemmtilegir leikir á milli þessara liða í gamla daga og held ég að við fáum einn slíkan um helgina. 2-2 og Balotelli setur allavega eitt.

Arsenal 3 - 1 Burnley (15:00 á morgun)
Það fer að kólna í London og gruna ég að við fáum Wenger í svefnpoka um helgina. Hann nær að renna honum upp og fer með léttan 3-1 sigur.

Chelsea 3 - 0 QPR (15:00 á morgun)
Því miður eru Chelsea alltof sterkir þetta tímabilið. Þessi leikur fer 3-0 og vona ég að hinn unglegi og fríski Diego Costa setji allavega tvö því ég gruna að hann verði fyrirliði hjá mér í Fantasy þessa helgina.

Everton 1 - 1 Swansea (15:00 á morgun)
Eftir að Gylfi henti sér aftur yfir til Swansea er það orðið svona næst uppáhaldslið manns í ensku. En Gylfi er eitthvað tæpur fyrir leikinn þannig að ég gruna að þetta verði svona rólegt 1-1 jafntefli. Gylfi ef þú ert að lesa þetta að þá er mjög mikilvægur landsleikur framundan við Tékka þannig að vertu ekki að taka neina sénsa drengur!!

Hull 2 - 1 Southampton (15:00 á morgun)
Þetta er áhugaverður leikur. Southampton búnir að koma hrikalega á óvart eins og allir vita og King Bruce kann þetta allt saman líka. Er kominn með þrjá menn úr Southampton í fantasy liðið mitt og gruna ég að það komi til með að jinxa liðið! Er ekkert eðlilega óheppinn í þessum ógeðslega leik.

Leicester 1 - 1 WBA (15:00 á morgun)
Ætla að skila spólu á meðan þessi leikur er...gæti ekki verið meira sama!

Stoke 2 - 1 West Ham (15:00 á morgun)
West Ham á skriði og Stoke búnir að vera slappir en þessi leikur getur farið á allavegu maður..held að Stoke hafi þetta samt.

Man City 1 - 1 Man United (13:30 á sunnudag)
ÚFFF þegar stórt er spurt! Bæði lið þurfa þrjú stig úr þessu en eitthvað sem segir mér að þetta verði því miður jafntefli. Hendi 1-1 á þetta en mundi slumma hund fyrir þrjá punkta þarna.

Aston Villa 1 - 2 Tottenham (16:00 á sunnudag)
Þarna eru tvö lið sem eru að ströggla þessa dagana. Aston Villa ekki skorað síðan að ég var með hár og Tottenham ekki getað drullu síðan að þeir létu King Gylfa fara eins og aular. Held samt að Spurs rífi sig upp og vinni þetta,

Crystal Palace 1 - 0 Sunderland (20:00 á mánudag)
Ég er ennþá brjálaður út í Sunderland eftir að hafa verið með varnarmann og markmann hjá þeim í 8-0 tapinu um daginn. Þeir virðast ekki geta neitt þetta árið og er eitthvað sem segir mér að ég fái ekki stig fyrir Mannone þessa vikuna frekar en síðustu tvo í fantasy. Vona bara að það verði ekki aftur -2 stig.

Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner