Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Hugarburðarbolti þáttur 13
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
banner
   mán 08. desember 2014 12:35
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Rúnar Már: Meira en tilbúinn í efstu deild
Rúnar Már í búningi Sundsvall.
Rúnar Már í búningi Sundsvall.
Mynd: Heimasíða GIF Sundsvall
Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Sundsvall í Svíþjóð, var gestur útvarpsþáttarins Fótbolta.net á laugardaginn en hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Sundsvall komst upp í efstu deild í Svíþjóð á liðnu tímabili.

„Það hugsaði enginn um annað en að fara upp. Við vorum langbesta fótboltaliðið í deildinni en gátum líka tekið þetta „hard way" á ljótum grasvöllum," segir Rúnar sem lék lykilhlutverk á miðju liðsins í sumar.

Rúnar var úti í kuldanum í fyrra eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni við þjálfarann. Sundsvall komst þá í umspil sem tapaðist.

„Ég kom inná í tíu mínútur í lokin þarna nokkra leiki í röð og sagði við þjálfarann að ég væri brjálaður og fékk í kjölfarið ekki að spila neitt síðustu tíu leikina eða svo. Ég kom þess vegna ekkert nálægt umspilinu eða neitt. Það var ekkert illt á milli samt og ég vissi að allir myndu byrja á núlli á undirbúningstímabilinu. Þá þurfti ég bara að rífa mig í gang."

Í sumar átti Rúnar svo fast sæti og spilaði virkilega vel.

„Ég hef aldrei verið í eins góðu standi. Eftir tímabilið vildi ég ekki í frí, ég vildi bara halda þessu áfram. Ég er meira en tilbúinn í úrvalsdeildina."

Rúnar er frá Sauðárkróki og líkir bænum Sundsvall við Krókinn.

„Þetta er mjög lítill og rólegur bær. Ég bý í miðbænum en er nokkrar mínútur að labba á æfingasvæðið. Þetta minnir mann á Sauðárkrók. Þetta er mjög fínt og mjög rólegt, þannig vil ég hafa það."

Í viðtalinu ræðir Rúnar einnig um liðsfélaga sinn Jón Guðna Fjóluson, körfubolta, gervigras, hlutverk sitt í Sundsvall og skrefin sem hann hefur tekið á ferlinum.


Athugasemdir
banner