Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Hugarburðarbolti þáttur 13
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
   mán 23. febrúar 2015 15:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Danirnir í KR: Gott að það er pressa á okkur
Sören Frederiksen og Rasmus Christiansen.
Sören Frederiksen og Rasmus Christiansen.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Sören í leik með Álaborg.
Sören í leik með Álaborg.
Mynd: Úr einkasafni
Rasmus var síðast á mála hjá Ull/Kisa í Noregi en hann lék með ÍBV frá 2010 til 2012.
Rasmus var síðast á mála hjá Ull/Kisa í Noregi en hann lék með ÍBV frá 2010 til 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danirnir Rasmus Christiansen og Sören Frederiksen gengu í raðir KR í vetur. Þeir mættu í heimsókn í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 á laugardaginn og má heyra viðtal sem Tómas Þór Þórðarson tók við þá í spilaranum hér að ofan.

Sören er 25 ára sóknarleikmaður sem getur spilað í fremstu víglínu, sem kantmaður og fyrir aftan fremsta sóknarmann.

„Ég byrjaði ferilinn hjá SönderjyskE og fór svo til Kaupmannahafnar og svo til Álaborgar. Samningur minn rann út í vetur og ég þurfti að finna eitthvað nýtt. Ég vildi prófa eitthvað nýtt og talaði við Henrik og hafði heyrt góða hluti af Íslandi," segir Sören.

Tækifæri fyrir mig til að ná lengra
Hann segist horfa til Alexander Scholz og vonast til að vera sín í íslenska boltanum muni virka sem svipaður stökkpallur fyrir sjálfan sig. Hann var í liði AaB sem varð tvöfaldur meistari á síðasta tímabili.

„Ég átti ekki fast sæti hjá Álaborg og var mikið notaður sem varamaður. Ég vildi prófa eitthvað algjörlega nýtt. Ég hefði getað farið annað en ég vildi prófa nýja upplifun og vonandi spila alltaf þegar ég væri heill. Ég tel að þetta sé tækifæri fyrir mig til að ná lengra."

„Gæðin hafa komið mér á óvart. Mér var sagt að þau væru fín en þau eru samt betri en ég gerði mér grein fyrir. Það eru mikil gæði í æfingunum."

Sören er meðvitaður um þá pressu sem alltaf er hjá KR. Þá er alveg ljóst að stuðningsmenn KR eru með miklar væntingar til hans.

„Það verður pressa á mér en ég tek því sem jákvæðum hlut. Þetta er áskorun. Vonandi get ég sýnt þér að ég er góður fótboltamaður," segir Sören,

Íslenskur fótbolti að verða betri
Rasmus talaði íslensku í viðtalinu en hann er kominn aftur í íslenska boltann. Íslenskir fótboltaáhugamenn muna eftir honum sem einum besta varnarmanni deildarinnar þegar hann lék með ÍBV en hann er að jafna sig eftir krossbandameiðsli.

„Mér fannst þetta gott tækifæri fyrir mig til að koma mér aftur í gang og jafna mig af meiðslum. Ég hef góðan tíma til að koma mér í gang. Ég er mjög góður í dag og hef æft á fullu í tvær vikur. Þetta er að ganga betur og betur," segir Rasmus en margir Eyjamenn urðu fúlir út í hann fyrir að fara í KR.

„KR hefur haft áhuga á mér í nokkurn tíma og hefur verið fylgjast með mér. Þetta er í mínum huga stærsti klúbburinn á Íslandi. Sumir elska að hata KR og mér fannst þetta spennandi áskorun," segir Rasmus sem stefnir á að vera jafn góður í Pepsi-deildinni og hann var áður en hann fór út. „Já vonandi. ég held að ég geti farið aftur á sama „level"."

Rasmus segist taka vel eftir því að íslenskur fótbolti er í sókn og deildin sífellt að verða betri.

„Já maður sér það. Það eru líka fleiri góðir leikmenn að fara út. Það eru ekki bara þessir „týpísku" íslensku leikmenn sem hlaupa mikið og berjast. Nú eru leikmenn líka með mjög góða tækni," segir Rasmus en viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner