Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 23. mars 2015 18:59
Hafliði Breiðfjörð
Yfirlýsing frá Breiðabliki - Samkomulag við umboðsmanninn
Kristján Flóki í leik með FH. Hann virðist á leið þangað að nýju en ekki til Breiðabliks eins og Kópavogsfélagið hafði áður tilkynnt.
Kristján Flóki í leik með FH. Hann virðist á leið þangað að nýju en ekki til Breiðabliks eins og Kópavogsfélagið hafði áður tilkynnt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik sendi rétt í þessu frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fótbolta.net þess efnis að Kristján Flóki Finnbogason sé á leið í raðir FH frá FC Kaupmannahöfn í Danmörku en ekki til Breiðabliks.

Breiðablik tilkynnti í síðustu viku að Kristján Flóki hafi skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Í yfirlýsingunni núna segir félagið að samkomulag hafi verið gert við umboðsmann Kristjáns Flóka fyrir hans hönd það er Total Football umboðsskrifstofan.

Spilar Kristján Flóki með FH en ekki Breiðabliki í sumar?

Yfirlýsing Breiðabliks
Í ljósi fréttaflutnings af málefnum Kristjáns Flóka og Breiðabliks vill Knattspyrnudeild Breiðabliks koma eftirfarandi á framfæri:

„Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gert samkomulag við Kristján Flóka gegnum umboðsmann hans sem kom fram fyrir hans hönd við samningagerðina. Jafnframt hafa Breiðablik og FC Köbenhavn gert samkomulag sín á milli um félagaskipti leikmannsins.
Þá voru félagaskipti leikmannsins tilkynnt opinberlega af báðum félögum með vitund og samþykki leikmannsins og umboðsmanns hans“.

Knattspyrnudeild Breiðabliks

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner