Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. maí 2015 09:30
Stefán Haukur
Buffon: Barcelona virðast ósigrandi
Juventus sló út Real Madrid í undanúrslitunum.
Juventus sló út Real Madrid í undanúrslitunum.
Mynd: Getty Images
Gianluigi Buffon, fyrirliði Juventus, segir að andstæðingar þeirra í úrslitum Meistaradeildarinnar, Barcelona, virðist nánast ósigrandi.

Juventus mætir Barcelona í Berlín 6.júní í úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa slegið út Real Madrid.

Buffon hefur varað liðsfélaga sína við Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez en segir samt sem áður að besta liðið vinni ekki alltaf.

„Barcelona eru næstum ósigrandi," sagði Buffon í viðtali við Sky Sports á laugardaginn.

„Við vitum að þeir eru sterkari en í fótbolta getur allt gerst."

„Þetta verður augljóslega erfiður leikur en við höfum það sem þarf til að veita þeim samkeppni."

Athugasemdir
banner
banner