Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. október 2015 18:55
Arnar Geir Halldórsson
Meistaradeildin: Sara og stöllur unnu útisigur - Guðbjörg hélt hreinu
Sara og stöllur hennar eru í góðri stöðu eftir fyrri leikinn
Sara og stöllur hennar eru í góðri stöðu eftir fyrri leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru ekki bara Stjörnustúlkur sem standa í stórræðum í Meistardeild Evrópu í kvöld en fyrir utan Stjörnuliðið eru þrjár íslenskar knattspyrnukonur í eldlínunni í Meistaradeildinni sem hófst í dag með ellefu leikjum.

Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan tímann fyrir sænska liðið Rosengard sem vann 2-0 sigur á PK-35 í Finnlandi.

Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Lilleström sem vann 1-0 sigur á Zurich í Noregi en leiknum lauk nú rétt í þessu.

Klukkan 18:45 hófst svo leikur Brescia og Liverpool og er Katrín Ómarsdóttir í byrjunarliði Liverpool.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Zvezda 2005

PK-35 0-2 Rosengard
0-1 A. Ilestedt (´9)
0-2 L. Nilsson (´75)

Lilleström 1-0 Zurich
1-0 I. Bachor (´63)
Athugasemdir
banner
banner
banner