Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 31. ágúst 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Bruno Martins Indi í læknisskoðun hjá Stoke
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenski varnarmaðurinn Bruno Martins Indi, sem er þekktur á Íslandi fyrir að hafa látið reka sig af velli í undankeppni Evrópumótsins, þegar hann gaf Kolbeini Sigþórssyni olnbogaskot í sögulegum sigri Íslands.

Martins Indi, 24 ára, á 31 landsleik að baki fyrir Holland og kemur frá Porto, þar sem hann var byrjunarliðsmaður.

Koma Martins Indi gerir Wolfsburg kleift að kaupa þýska varnarmanninn Philipp Wollscheid af Stoke.

Sky greinir frá því að Hollendingurinn fer í læknisskoðun í dag, enda er glugginn að lokast.
Athugasemdir
banner
banner
banner