Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 01. desember 2016 14:02
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Heimir og Lars sagðir hafa haldið hitafund með landsliðsnefnd
Rúnar Vífill Arnarson (fyrir miðju) er formaður landsliðsnefndar.
Rúnar Vífill Arnarson (fyrir miðju) er formaður landsliðsnefndar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Agnarsson og Rúnar, meðlimir landsliðsnefndar.
Róbert Agnarsson og Rúnar, meðlimir landsliðsnefndar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, setti spurningamerki við hlutverk landsliðsnefndar KSÍ í viðtali við 365 miðla fyrr á árinu. Þar sagði hann nefndina hafa óskýrt hlutverk.

„Landsliðsnefndin hafði í raun enga þýðingu fyrir mér en með tímanum komst ég að því að hún hafði það yfirlýsta hlutverk að hafa umsjón með landsliðinu," sagði Lars sem velti því fyrir sér hvort nefndin væri barn síns tíma.

Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri á Vísi, fjallar um nefndina í úttekt sem birt er í dag.

Þar er sagt að leikmenn íslenska landsliðsins skilji ekki tilgang nefndarinnar en hún er skipuð fjórum mönnum sem fylgja strákunum okkar í keppnisferðir erlendis. „Mér er alveg sama þótt þeir séu að sötra einhvern bjór. Ég skil bara ekki hvað þeir eru að gera þarna?" er haft eftir ónefndum landsliðsmanni.

„Nefndarmenn koma mörgum fyrir sjónir sem forréttindahópur sem ferðast á kostnað A-landsliðs karla á leiki strákanna okkar úti í löndum," segir í umfjölluninni.

Vera til staðar
Rúnar Vífill Arnarson, formaður landsliðsnefndar, var í viðtali fyrir leik Hollands og Íslands í Amsterdam í fyrra. Þar var hann spurður út í hlutverk landsliðsnefndar.

„Það er að vera til staðar. Það er orðin mikil fagmennska í þessu og við erum með mikið af starfsfólki þannig að landsliðsnefndin er kannski ekki í beinum verkefnum. Við erum til staðar til að grípa inn í og komum fram sem fulltrúar landsliðsins á opinberum vettvangi."

Nefnd í áfengisbanni
Samkvæmt heimildum Vísis funduðu landsliðsþjálfararnir með landsliðsnefndinni fyrir Evrópumótið. Þar var farið fram á að nefndarmenn myndi lúta sömu reglum og landsliðsmenn varðandi áfengisneyslu og útivistartíma ef þeir ætluðu að vera á hóteli liðsins í Annecy.

„Það kom fyrir að þeir stigu inn og sögðu starfsliði fyrir verkum. Það er mín skoðun að það eigi enginn að segja starfsliðinu fyrir verkum nema landsliðsþjálfarinn," sagði Lagerback í fyrrnefndu viðtali.

Rifist við Sigga Dúllu
Vísir segir að kastast hafi í kekki milli Rúnars Vífils og búningastjóra landsliðsins, Sigga Dúllu, á EM. Sagt er að Rúnar hafi gefið Sigga skipanir um að aðstoða sig með farangur sinn en Siggi neitað þar sem hann taldi það ekki í sínum verkahring að taka skipunum eða ganga í verkefni fyrir Rúnar.

„Það er ekkert óeðlilegt að það geti eitthvað komið upp á milli manna sem hanga saman í sex til átta vikur. Það er bara leyst í einum grænum," sagði Rúnar sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um uppákomuna.

Smelltu hér til að lesa úttektina í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner