Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   þri 17. janúar 2017 10:02
Magnús Már Einarsson
Fyrsti leikur Sverris gegn Espanyol á laugardag?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður Lokeren og íslenska landsliðsins, er á leið til spænska félagsins Granada á 1,5 milljón evra samkvæmt fréttum ytra.

Granada er í næstneðsta sæti í La Liga, sex stigum frá öruggu sæti. Liðið hefur fengið 39 mörk á sig í vetur eða flest allra liða í deildinni og einungis unnið einn leik, gegn liði Sevilla sem er í 2. sæti. Sverrir á að reyna að hjálpa Granada að snúa þessu slaka gengi við.

Sverrir ætti að ganga frá félagaskiptunum í vikunni ef ekkert óvænt kemur upp á.

Hann gæti spilað sinn fyrsta leik á laugardag en þá heimsækir Granada lið Espanyol.

18 umferðir eru búnar á Spáni og því á Granada eftir að mæta öllum liðunum einu sinni sem og Espanyol tvívegis. Hér að neðan má sjá dagsetningar á leikjum liðsins gegn toppliðunum en talsvert langt er í þá leiki. .

Leikir Granada gegn toppliðunum (Gætu færst um 1 dag):
12. mars Granada - Atletico Madrid
2. apríl Granada - Barcelona
23. apríl Sevilla - Granada
7. maí Granada - Real Madrid

Athugasemdir
banner
banner
banner