Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 21. janúar 2017 15:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Balotelli reiður út í stuðningsmenn Bastia eftir kynþáttaníð
Balotelli var skiljanlega mjög ósáttur.
Balotelli var skiljanlega mjög ósáttur.
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli, sóknarmaður Nice, var mjög skiljanlega ósáttur eftir að hafa lent í kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Bastia í leik sem fram fór í gærkvöldi.

Nice gerði 1-1 jafntefli gegn Bastia, en Balotelli fór á Twitter og Instagram eftir leikinn og skrifaði þar um það sem hafði gerst.

„Er það eðlilegt að stuðningsmenn Bastia geri apahljóð allan leikinn og enginn úr aganefnd segi neitt?" skrifaði Balotelli.

„Eru kynþáttafordómar löglegir í Frakklandi? Eða bara í Bastia? Fótbolti er mögnuð íþrótt, en svona fólk eins og stuðningsmenn Bastia gera hana hræðilega."

Hinn 26 gamli Balotelli endaði færsluna á að skrifa "une vrai honte," eða algjör skömm.

Hvorki franska úrvalsdeildin né Bastia hafa tjáð sig um málið.



Athugasemdir
banner
banner