Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 23. febrúar 2017 10:15
Magnús Már Einarsson
Andorra vann sinn fyrsta leik síðan árið 2004
Unnu loksins leik!
Unnu loksins leik!
Mynd: Getty Images
Andorra sigraði San Marinó 2-0 í vináttuleik í gær. Það væri kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að þetta var fyrsti sigur Andorra síðan liðið lagði Svartfjallaland 1-0 í október 2004.

Í milliíðinni spilaði Andorra 85 leiki án þess að ná að vinna!

Þetta var einnig fyrsti útisigur Andorra síðan að liðið byrjaði að spila landsleiki fyrir 21 ári síðan.

San Marinó hefur heldur ekki unnið leik síðan árið 2004 en liðið er án sigurs í 75 leikjum í röð. Eini sigurleikurinn í sögu San Marinó var gegn Liechtenstein í vináttuleik árið 2004 en landslið þjóðarinnar spilaði sinn fyrsta leik árið 1990.

Andorra er án stiga í undankeppni HM en næsti leikur liðsins er gegn Færeyjum þann 25. mars.
Athugasemdir
banner
banner