Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. febrúar 2017 21:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: Hvíti Riddarinn fór létt með Berserki
Guðmundur Kristinn skoraði eitt af sex mörkum Hvíta Riddarans.
Guðmundur Kristinn skoraði eitt af sex mörkum Hvíta Riddarans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvíti Riddarinn 6 - 1 Berserkir
1-0 Ísak Máni Viðarsson
2-0 ÆgIr Örn Snorrason
3-0 Ísak Máni Viðarsson
4-0 Guðmundur Kristinn Pálsson
5-0 Eiríkur Þór Bjarkason
5-1 Markaskorara vantar
6-1 Aron Elfar Jónsson

Hvíti Riddarinn burstaði Berserki í leik um 7. sætið í C-deild Fótbolta.net mótsins í kvöld.

Staðan var 4-0 í hálfleik fyrir Hvíta Riddaranum, en þeir unnu að lokum 6-1 sigur.

Hvíti Riddarinn tekur því 7. sætið í C-deild Fótbolta.net mótsins, en Berserkir þurfa að gera sér það að góðu að enda í 8. sæti.

Það eru tveir leikir eftir í C-deild Fótbolta.net mótsins. Vængir Júpiters spila gegn Tindastóli á laugardaginn um 3. sætið og svo mætast Hamar og Þróttur Vogum um 5. sætið á laugardaginn í næstu viku.

Úrslitaleikurinn fór fram í gærkvöldi, en þar hafði Kári frá Akranesi betur gegn Víði.
Athugasemdir
banner
banner