Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. febrúar 2017 12:30
Alexander Freyr Tamimi
Telur sína menn geta stöðvað Zlatan
Claude Puel.
Claude Puel.
Mynd: Getty Images
Claude Puel, stjóri Southampton, er sannfærður um að varnarmenn sínir geti höndlað framherjann Zlatan Ibrahimovic þegar liðið mætir Manchester United í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag.

Puel verður án lykilmanns í vörninni, Virgin van Dijk, í leiknum á Wembley og mun hinn ungi Jack Stephens þurfa að fylla í hans skarð gegn markahæsta leikmanni United.

Puel er fyrrum stjóri Lille og þekkir ágætlega til Zlatan frá tíma þeirra í Frakklandi. Býst hann við því að sínir menn geti haldið Svíanum í skefjum.

„Ég þekki Ibrahimovic mjög vel úr frönsku úrvalsdeildinni þannig hann getur ekki komið mér á óvart," sagði Puel fyrir leikinn.

„Í Frakklandi var hann frábær leikmaður en allir töluðu um að þetta væri nú bara franska deildin en ekki sú enska. En hann kom hingað, hann er 35 ára og hefur staðið sig frábærlega. Hann nýtir færin vel og er mjög skilvirkur. Hann er líka leiðtogi."

„Hann hefur mikið sjálfstraust og spilar þannig. Hann er sterkur maður og sterkur liðsfélagi. Hjá Paris Saint-Germain smitaði hann liðið með góðu hugarfari og sjálfstrausti."

„En ég hef trú á mínum leikmönnum. Ég sá mjög góða einbeitningu á æfingum okkar á Spáni, mjög góðan liðsanda og mikil gæði. Allir leikmennirnir mínir geta mætt Ibrahimovic, þeir þekkja hann núna."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner