Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. febrúar 2017 06:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Yngvi Borgþórs tekur við Skallagrími (Staðfest)
Yngvi Borgþórs tekur við Skallagrím
Yngvi Borgþórs tekur við Skallagrím
Mynd: Eyjafréttir - Júlíus Ingason
Skallagrímur ráðið til sín þjálfara fyrir komandi átök í 4. deildinni í sumar.

Það er enginn annar en reynsluboltinn Yngvi Borgþórsson sem tekur við liðinu og verður spilandi þjálfari.

Yngvi var spilandi þjálfari Einherja í 3. deild í fyrra en þar endaði liðið í 3. sæti.

Yngvi hefur leikið yfir 250 leiki á ferli sínum, en flestir þeirra voru með ÍBV.

Þá hafa þrír leikmenn gengið til liðs við Skallagrím á undanförnum dögum. Mateusz Sajdowski er nýlega kominn frá pólsku félagsliði.

Þá eru þeir Viktor Már Jónasson og Reynir Warner Lord einnig komnir til Skallagríms en þeir koma frá Dalvík
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner