Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 26. mars 2017 09:00
Dagur Lárusson
Gabriel Jesus vonast eftir endurkomu fyrir lok tímabilsins
Gabriel Jesus fagnar marki.
Gabriel Jesus fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Ungi brasilíumaðurinn, Gabriel Jesus, vonast eftir því að geta spilað aftur fyrir Pep Guardiola og hans menn áður en að tímabilið klárast.

Gabriel Jesus meiddist í leik Manchester City gegn Bournemouth í febrúarmánuði en hann braut bein í fæti.

„Eins og er þá veit ég ekki mikið um mína stöðu, en ég vonast eftir því að geta spilað aftur á þessu tímabili," sagði Jesus.

„Í fyrstu var þetta mjög erfitt fyrir mig. Ég er mjög þakklátur fyrir allan læknana og sjúkraþjálfarana í Manchester. Þetta eru mín fyrstu alvöru meiðsli, fyrsta sinn sem ég lendi í einhverju sem að heldur mér frá fótbolta í langan tíma, það er erfitt fyrir mig."

Gabriel Jesus byrjaði sinn feril með Manchester City með stæl en hann skoraði meðal annars gegn West Ham og Swansea.
Athugasemdir
banner
banner