Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. mars 2017 07:30
Stefnir Stefánsson
Douglas Costa þarf ekki að fara í aðgerð á hné
Douglas Costa
Douglas Costa
Mynd: Getty Images
Douglas Costa kantmaður Bayern Munchen mun ekki þurfa að gangast undir aðgerð á hné en Karl-Heinz Rummenigge stjórnarformaður félagsins tilkynnti þetta í gær.

Costa var ekki í leikmannahópi Bayern þegar liðið mætti Borussia Monchengladbach og útskýrði Ancelotti að ástæðan fyrir því væru hnémeiðsli.

Þá þurfti hann að draga sig úr brasilíska landsliðshópnum vegna meiðslanna en meiðslin virðast ekki vera eins alvarleg og fyrst var talið.

En það var jafnvel talið að hann myndi missa af viðureign liðsins gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum meistaradeildarinnar.

Bayern Munchen á enþá séns á að vinna þrefalt þetta tímabilið. En liðið er er með 13 stiga forystu á RB Leipzig á toppi þýsku deildarinnar. Þá mætir liðið Real Madrid í 8-liða úrslitum meistaradeildarinnar og þeir mæta Dortmund í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar.
Athugasemdir
banner