Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. apríl 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sun birti ósanna frétt um Rooney - Mynd frá 2014
Rooney ásamt Jose Mourinho.
Rooney ásamt Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Manchester United gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn nágrönnum sínum í Manchester City á fimmtudaginn.

Jose Mourinho, stjóri United, sagði fyrir leikinn að Wayne Rooney, fyrirliði liðsins, gæti byrjað á miðjunni. Hann var hins vegar á meðal varamanna og kom ekkert við sögu.

Enska götublaðið The Sun, sem þekkt er fyrir lygasögur, ákvað að nýta sér tækifærið og birta grein um Rooney þar sem segir að hann hafi hagað sér ófagmannlega fyrir leikinn.

The Sun sagði að Rooney hefði verið úti á lífinu að drekka bjór til klukkan 3 um morguninn fyrir leikinn gegn City.

Blaðið ákvað að birta mynd af Rooney að drekka bjór með greininni og átti hún að vera frá umræddu kvöldi, en það vildi svo skemmtilega til að myndin var frá 2014, ekki frá kvöldinu sem talað er um.

Í greininni er líka talað um að Rooney hafi verið að daðra við konu, en hann er giftur þriggja barna faðir.

Það hafa engar sannanir fundist fyrir þessu og ekki er vitað hvar Sun fékk þessar upplýsingar.



Athugasemdir
banner
banner
banner