Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 30. apríl 2017 15:27
Kristófer Kristjánsson
Bolton aftur upp í Championship
Leikmenn Bolton fagna
Leikmenn Bolton fagna
Mynd: Getty Images
Bolton tryggði sig upp í Championship deildina með öruggum 3-0 sigri á Peterborough í ensku D-deildinni í dag.

Bolton féll úr ensku úrvalsdeildinni árið 2012 og féll liðið svo úr Championship deildinni í fyrra. Félagið hefur gengið í gegnum talsverða ókyrrð undanfarin ár og verið í fjárhagsvandræðum en stuðningsmenn liðsins geta fagnað í dag.

Phil Parkinson, stjóri liðsins, tók við síðasta sumar og hefur þessi 39 ára gamli Englendingur verið að gera afbragðshluti með liðinu.

Leikmenn á borð við Jay Spearing, Jem Karacan og Adam le Fondre spila með liðinu í dag en þeir hafa allir leikið í úrvalsdeildinni.

Eiður Smári Guðjohnsen var ánægður með sitt gamla félag en hann spilað með Bolton tímabilið 2014-2015.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner