Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 26. maí 2017 19:00
Magnús Már Einarsson
Makelele áfram hjá Swansea
Sáttur hjá Swansea.
Sáttur hjá Swansea.
Mynd: Getty Images
Claude Makelele hefur skrifað undir nýjan samning við Swansea en hann verður áfram aðstoðarmaður stjórans Paul Clement á næsta tímabili.

Makelele kom inn í þjálfarateymi Swansea í janúar og mikil ánægja hefur verið með hans störf hjá félaginu.

Makelele er 43 ára gamall en hann átti mjög farsælan feril sem leikmaður með liðum eins og Chelsea og Real Madrid. Margir telja að hann sé einn besti varnarsinnaði miðjumaður í sögunni.

Eftir að skórnir fóru á hilluna árið 2011 fór Makelele í þjálfaralið PSG.

Hann tók við sem þjálfari Bastia árið 2014 en var einungis hálft ár í starfi þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner