Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   fös 26. maí 2017 15:11
Elvar Geir Magnússon
Viðtal
Freysi: Hélt að Dagný myndi missa af EM
Freyr á fréttamannafundinum í dag.
Freyr á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný fór í vel heppnaða sprautumeðferð.
Dagný fór í vel heppnaða sprautumeðferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag opinberaði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hópinn sem mætir Írlandi og Brasilíu í vináttuleikjum í júní.

Á fréttamannafundinum sagði Freyr frá því að 3-4-3 væri formlega orðið aðalleikerfi íslenska liðsins og það yrði unnið með það í komandi leikjum sem eru undirbúningur fyrir lokakeppni Evrópumótsins í júlí.

„Við höfum unnið með þetta síðan á mótinu í Kína. Við erum með marga frábæra miðverði og höfum mjög góða miðjumenn og framherja sem henta í þetta leikkerfi. Við eigum mjög fáa bakverði og við teljum að samsetningin í okkar hóp henti mjög vel fyrir þetta leikkerfi," sagði Freyr við Fótbolta.net í dag.

„Ég held að plássið fyrir bætingu í kerfinu sé töluvert. Við munum nýta þetta verkefni til að fínpússa kerfið sem plan A."

Við vissar kringumstæður breytist er auðvelt að breyta 3-4-3 í 5-3-2 eða 5-4-1.

„Gegn sterkum andstæðingum, Brasilíu og þeim liðum sem við erum með í riðlinum á EM, mun það gerast. Við verðum að vera meðvituð um það hvernig við stöndum og hvað við eigum að gera. Þetta gefur okkur að sama skapi möguleika á að pressa á ákveðnum köflum í 3-4-3 og það mun hjálpa mér að ná að kaflaskipta leikjum," segir Freyr.

Frábært að Dagný sé að koma til baka
Dagný Brynjarsdóttir hefur verið að glíma við meiðsli en er í hópnum. Á fréttamannafundinum í dag sagðist Freyr hæstánægður með samstarfið við félag hennar, Portland Thorns, sem hefur lagt sitt af mörkum til að Dagný nái EM.

„Frábært að hún sé að koma til baka einkennalaus. Hún hefur náð frábærum niðurstöðum í testum núna. Síðasta bakslag kom fyrir sex vikum og þá leit þetta mjög illa út. Ég átti ekki von á henni fyrir Evrópumótið. En hún fór í sprautumeðferð og ákveðna meðhöndlun í kjölfarið á því. Stefnan er að hún verði í toppstandi í júlí," segir Freyr.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Freyr meðal annars um stöðu leikmannahópsins á þessum tímapunkti og hvað hann vill fá út úr komandi leikjum gegn Írlandi og Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner