mán 19.jún 2017 12:37
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo við Zidane: Komið fram við mig eins og glæpamann
Ronaldo og landsliðsfyrirliði Íslands, Aron Einar Gunnarsson.
Ronaldo og landsliðsfyrirliði Íslands, Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cristiano Ronaldo hefur sagt Zinedine Zidane, þjálfara sínum hjá Real Madrid, að honum finnist að komið sé fram við sig eins og glæpamann á Spáni.

Ronaldo er sakaður um umfangsmikil skattsvik og vill yfirgefa spænska boltann.

Spænska útvarpsstöðin COPE segir að Zidane hafi hringt í Ronaldo um helgina og reynt að tala hann af því að vilja fara. Ronaldo er staddur í Rússlandi þar sem hann er með portúgalska landsliðinu í Álfukeppninni.

Ronaldo er ósáttur við fjölmiðlaumfjöllunina á Spáni.

Í slúðurpakkanum í morgun var sagt að Ronaldo hefði beðið umboðsmann sinn, Jorge Mendes, um að koma sér aftur til Manchester United.

Ed Woodward, framkvæmdastjóri United, hefur í nægu að snúast núna en möguleiki er talinn á að samkomulag við Real feli í sér að markvörðurinn David de Gea fari til Madrídar.

Ronaldo gekk í raðir United 2003 þegar hann var 18 ára gamall og skoraði 118 mörk í 292 leikjum fyrir Rauðu djöflana á sex árum.

Hann yfirgaf United fyrir Real 2009 og setti markamet hjá spænska stórliðinu. Hann er með 406 mörk í 394 leikjum.

Þrátt fyrir áhuga frá Kína er sagt að Ronaldo vilji vera áfram í Evrópu en United gæti fengið harða samkeppni frá PSG í Frakklandi um þennan stórkostlega fótboltamann.

Ronaldo skoraði 55 mörk fyrir land og lið á síðasta tímabili og hjálpaði Real að vinna spænska meistaratitilinn og Meistaradeildina.
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
banner
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mán 13. nóvember 18:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 10. nóvember 16:30
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 09. nóvember 17:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mið 08. nóvember 20:40
Þórður Már Sigfússon
Þórður Már Sigfússon | mið 25. október 13:25
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson | þri 10. október 13:30
Valur Páll Eiríksson
Valur Páll Eiríksson | fim 07. september 15:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | þri 05. september 13:05
föstudagur 24. nóvember
Landslið - A-kvenna HM 2019
00:00 Slóvenía-Færeyjar