Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. júní 2017 13:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carrick: Ég gæti spilað eins lengi og Giggs
Carrick hefur verið sigursæll með Man Utd.
Carrick hefur verið sigursæll með Man Utd.
Mynd: Getty Images
Michael Carrick, miðjumaður Manchester United, segist ætla að skoða framtíð sína í fótboltanum á hverju ári, en hann gæti jafnvel spilað eins lengi og Ryan Giggs gerði.

Giggs var orðinn fertugur þegar hann loksins hætti árið 2014, en hann var allan ferilinn hjá Man Utd.

Carrick skrifaði undir eins árs framlengingu á samningi sínum hjá United í síðasta mánuði og hann vonast til að spila eitthvað lengur.

„Ég er ekki með sérstakan aldur í huga, ég tek þetta hvert ár fyrir sig," sagði Carrick við Sky Sports. „Ég sagði það á síðasta ári, ég sagði það árinu fyrir það og ég mun líka segja það á næsta ári."

„Ég hef lært mikið af Giggsy og líka Scholes og Gary Neville, sem spiluðu allir frekar lengi."

„Það gæti tekið mig eins langan tíma og Giggsy (að hætta), ég er ekki viss," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner