Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 24. júní 2017 14:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Gunnhildur fyrirliði í tapi gegn toppliðinu
Gunnhildur Yrsa er fyrirliði Valerenga.
Gunnhildur Yrsa er fyrirliði Valerenga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lilleström 2 - 1 Valerenga
1-0 Synne Skinnes Hansen ('13)
2-0 Ryoko Takara ('32)
2-1 Aivi Luik ('58)

Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn er Valerenga laut í lægra haldi gegn Lilleström í úrvalsdeild kvenna í Noregi í dag.

Gunnhildur er komin með fyrirliðabandið hjá Valerenga þrátt fyrir að hafa aðeins komið til liðsins fyrir tímabilið.

Hún lék allan leikinn í dag er liðið tapaði 2-1 gegn Lilleström.

Lilleström leiddi 2-0 í hálfleik, en Valerenga náði að minnka muninn snemma í seinni hálfleiknum. Þær komust hins vegar ekki lengra.

Valerenga er um miðja deild í norsku úrvalsdeildinni, en Lilleström, andstæðingurinn í dag, er á toppi deildarinnar.

Gunnhildur Yrsa er á leið á EM með Íslandi í næsta mánuði, en á því móti mun hún væntanlega spila í stöðu hægri vængbakvarðar.
Athugasemdir
banner
banner