Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. júní 2017 09:46
Elvar Geir Magnússon
Hewson og Björn Berg ekki með Grindavík gegn KA - Andri Rúnar tæpur
Næsti leikur Grindvíkinga er 9. júlí
Hewson spilar ekki í nýliðaslagnum í næstu umferð.
Hewson spilar ekki í nýliðaslagnum í næstu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Varnarmaðurinn Björn Berg Bryde og miðjumaðurinn Sam Hewson verða ekki með Grindavík í næsta leik liðsins í Pepsi-deildinni. Þeir voru báðir dæmdir í bann á fundi aganefndar í gær þar sem þeir hafa fengið fjögur gul spjöld.

Það er reyndar nokkuð í næsta leik Grindvíkinga sem verður ekki fyrr en sunnudaginn 9. júlí, nýliðaslagur gegn KA á heimavelli.

Markahrókurinn Andri Rúnar Bjarnason er tæpur fyrir þann leik en hann fór af velli í jafnteflinu gegn Breiðabliki á mánudag vegna nárameiðsla.

„Ég er frek­ar slæm­ur núna og það er ekki víst að ég verði bú­inn að ná mér fyr­ir leik­inn á móti KA eft­ir tvær vik­ur. En það er gott að fá þetta frí og von­andi næ ég að jafna mig," sagði Andri við mbl.is en hann hefur skorað 9 af 14 mörkum Grindvíkinga í deildinni.

Grindvíkingar hafa ekki mikla breidd og fróðlegt að sjá hvernig hópurinn mun höndla þau verkefni sem framundan eru. Miðjumaðurinn Milos Zeravica var ekki með í síðasta leik vegna meiðsla en ætti að vera klár í leikinn gegn KA auk þess sem Brynjar Ásgeir Guðmundsson snýr aftur eftir leikbann.

Grindavík hefur komið skemmtilega á óvart í Pepsi-deildinni í sumar, er í öðru sæti tveimur stigum á eftir toppliði Vals.

Á fundi aganefndar í gær voru einnig Ivica Dzol­an í Fjölni og Arnþór Ingi Kristinsson í Víkingi Reykjavík dæmdir í bann. Dzolan missir af leik gegn KR 9. júlí og Arnþór miss­ir af leik gegn uppeldisfélagi sínu ÍA sem fram fer daginn eftir.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner