Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. júní 2017 20:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gengur ekkert hjá Arsenal - Tilboði í Lacazette hafnað
Mynd: Getty Images
Það gengur lítið sem ekkert hjá Arsenal að versla leikmenn þessa stundina. Fyrr í kvöld greindum við frá því að Mónakó hefði hafnað tilboði Lundúnarliðsins í Thomas Lemar og nú segja BBC og Sky Sports, tveir af áreiðanlegustu fjölmiðlum heims, að Lyon hafi hafnað tilboði frá Arsenal í sóknarmanninn Alexandre Lacazette.

BBC segir að tilboðinu hafi verið hafnað, en viðræður séu enn í gangi. Það sé ekkert útilokað.

Lacazette, sem skoraði 37 mörk í 45 leikjum á síðasta tímabili, á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Lyon.

Lacazette var næstum því genginn í raðir Atletico Madrid fyrr í sumar, en síðan var Atletico sett í félagsskiptabann. Þeir mega ekki kaupa leikmenn fyrr en í janúar.

Arsenal ætlar að nýta sér þetta, en þeir þurfa að punga út miklum pening fyrir hann. Talið er að Lyon vilji á milli 50 og 60 milljónir punda fyrir sóknarmanninn sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner