Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 29. júní 2017 08:43
Elvar Geir Magnússon
Líklegt að Præst spili ekki meira með KR á tímabilinu
Præst verður fjarri góðu gamni.
Præst verður fjarri góðu gamni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski miðjumaðurinn Michael Præst mun að öllum líkindum ekki koma meira við sögu hjá KR á tímabilinu. Þetta segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, við Morgunblaðið.

Præst hefur farið í aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann hlaut í tapinu gegn ÍBV fyrr í þessum mánuði.

„Ég veit ekki hvort hann geti verið eitthvað með í lokin. Hann er núna bara á hjólinu næstu tvo mánuði," sagði Willum.

Præst hefur aðeins náð að spila fjóra leiki í Pepsi-deildinni á þessu tímabili vegna meiðsla en KR situr í sjöunda sæti eftir níu umferðir.

Þá er fyrirliðinn Indriði Sigurðsson einnig á meiðslalistanum og óvíst hvenær hann snýr aftur. Stefán Log Magnússon markvörður er einnig fjarri góðu gamni.

KR-ingar leika í kvöld Evrópuleik gegn SJK frá Finnlandi á KR-velli. Það er fyrri viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner