Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. júní 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Skúli Jón: Eins og við séum að fara í leiki við Val eða FH
Skúli Jón Friðgeirsson.
Skúli Jón Friðgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Möguleikarnir eru fínir. Fyrirfram held ég að þessi lið séu frekar jöfn. Ætli þetta sé ekki 50/50," sagði Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður KR, um Evrópuleikinn gegn SJK frá Finnlandi í kvöld.

SJK er í áttunda sæti í finnsku úrvalsdeildinni eftir sextán umferðir en liðið datt út gegn FH í Evrópudeildinni árið 2015.

„Þeir spiluðu við FH í Evrópukeppni fyrir tveimur árum og það voru tveir mjög jafnir leikir. Við lítum á þetta eins og mjög sterkt íslenskt lið. Þetta er eins og við séum að fara í leiki við Val eða FH."

KR lagði KA 3-2 á útivelli um helgina eftir fimm leiki í röð í Pepsi-deildinni án sigurs.

„Það var frábært að fá loksins sigur. Það gerði helling fyrir sjálfstraustið í liðinu og menn fara mjög spenntir inn í næstu verkefni. Það er Evrópukeppni núna, bikarkeppni og svo Evrópukeppni aftur. Menn fá smá frí frá deildinni og það er fínt. Það eru allir mjög spenntir," sagði Skúli sem er ánægður með frammistöðu KR í síðustu leikjum gegn KA og Breiðabliki.

„Síðustu tveir leikir hafa verið fínir finnst mér. Leikirnir þar á undan gegn Grindavík og ÍBV voru daprir. Við byrjuðum mótið ágætlega en vorum ekki að fá úrslit. Spilamennskan er á uppleið og það var mjög gott í síðasta leik að skora mörk. Ef við höldum áfram að skora mörk þá hef ég engar áhyggjur af þessu," sagði Skúli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner