Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. júlí 2017 05:55
Dagur Lárusson
EM kvenna í dag - Annar leikur Íslands
Hvað gera íslensku stelpurnar gegn Sviss?
Hvað gera íslensku stelpurnar gegn Sviss?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
EM kvenna er ennþá í fullum gangi og heldur veislan áfram í dag með tveimur leikjum og eins og flestir vita spilar Ísland annan af þessum leikjum.

Ísland mætir Sviss klukkan 16:00 en bæði þessi lið töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu. Allir Íslendingar vita hvernig leikurinn fór gegn Frökkum á þriðjudaginn en íslensku stelpurnar börðust eins og grenjandi ljón allan leikinn. Það var hinsvegar á lokamínútunum þar sem frakkar fengu dæmda vítaspyrnu og skoruðu þeir úr henni og tryggðu sér sigurinn og íslensku stelpurnar sátu eftir með sárt ennið.

Í hinum leik riðilsins á þriðjudaginn var það Austurríki sem að hlaut stigin þrjú eftir spennandi leik við granna sína í Sviss og því eru allar líkur á því að stelpurnar frá Sviss mæti dýrvitlausar í leikinn gegn stelpunum okkar.

Laugardagur 22.júlí

C-riðill
16:00 Ísland - Sviss
1845: Frakkland - Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner