Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. júlí 2017 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Tottenham lagði PSG í sex marka leik
Dier og Eriksen í leiknum í nótt.
Dier og Eriksen í leiknum í nótt.
Mynd: Getty Images
Kevin Trapp hefur átt þá betri dagana í markinu.
Kevin Trapp hefur átt þá betri dagana í markinu.
Mynd: Getty Images
PSG 2 - 4 Tottenham
1-0 Edinson Cavani ('6)
1-1 Christian Eriksen ('11)
1-2 Eric Dier ('18)
2-2 Javier Pastore ('36)
2-3 Toby Alderweireld ('82)
2-4 Harry Kane, víti ('88)
Rautt spjald: Kevin Trapp ('46)

PSG og Tottenham áttust við í nótt í æfingamótinu, International Champions Cup.

PSG byrjaði betur og komst yfir eftir aðeins sex mínútur, Edinson Cavani skoraði þá eftir skyndisókn.

Christian Eriksen var ekki lengi að svara fyrir Tottenham en hann jafnaði metin einungis fimm mínútum síðar, hann átti þá skot að löngu færi sem fór í slánna og inn, magnað mark.

Tottenham náði forystunni á 18. mínútu eftir klaufaleg mistök Kevin Trapp markverði PSG, útspark hans fór í Eric Dier og inn.

Javier Pastore afgreiddi svo boltann snyrtilega í netið af nokkuð stuttu færi á 36. mínútu og jafnaði fyrir PSG í 2-2.

Kevin Trapp fékk að líta rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleiks fyrir að slá boltann fyrir utan teig, klaufalegt hjá Trapp sem átti ekki góðan dag í markinu.

Það var varnarmaðurinn Toby Alderweireld sem kom Tottenham yfir þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leikatíma.

Tottenham fékk svo vítaspyrnu þegar boltinn fór í höndina á varnarmanni PSG, Harry Kane fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Flottur 2-4 sigur Tottenham staðreynd.

Hér að neðan má sjá byrjunarliðin fyrir leikinn í nótt.







Athugasemdir
banner
banner