Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. júlí 2017 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Sú ítalska truflar Freysa ekki neitt
Freyr á fréttamannafundi í dag.
Freyr á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sú ítalska, Carina Vitulano verður fjórði dómari í leik Íslands og Austurríkis í kvöld í Kastalanum í Rotterdam.

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins býst ekki við því að fá óbragð í munninn þegar hann sér hana á hliðarlínunni í kvöld.

;,Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu. Hún er hér á vegum fyrir UEFA og ég held að hún sé að gera sitt allra besta. Ég fæ ekkert vont bragð gagnvart henni. Ég hef ekkert slæmt um hana að segja. Hún mun ekki trufla mig neitt," sagði Freysi á fréttamannafundi landsliðsins sem haldin var fyrr í gærdag.

Aðaldómari verður Riem Hussein frá Þýskalandi og aðstoðardómarar Christina Biehl frá Þýskalandi og Chrysoula Kourompylia frá Grikklandi.



Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner