Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. júlí 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wolves fær Jota frá Atletico (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ef það er eitthvað sem Wolves hefur gaman að því að gera þá er það að semja við portúgalska leikmenn.

Félagið hefur fengið Diogo Jota á láni frá Atletico Madrid. Jota spilar með U-21 árs landsliði Portúgals.

Hinn tvítugi Jota varði síðasta tímabili á láni hjá Porto og spilaði þar undir stjórn Nuno, sem er nú þjálfari Wolves.

Jota hóf feril sinn hjá Pacos Ferreira í Portúgal, en síðastliðið sumar gekk hann í raðir Atletico Madrid. Hann gerði fimm ára samning við Atletico, en er nú annað árið í röð farinn á láni.

Hann er ekki eini portúgalski leikmaðurinn sem Wolves hefur fengið til sín í sumar, en Ruven Neves varð dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins þegar hann kom frá Porto fyrr í sumar.



Athugasemdir
banner
banner
banner