Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. júlí 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 10. umferð: Ein af stærstu stundunum í sögu félagsins
Kenan í leiknum gegn FH.
Kenan í leiknum gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kenan Turudija, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, er leikmaður 10. umferðar í Pepsi-deildinni. 10. umferðinni lauk í gærkvöldi en Kenan skoraði og lagði upp mark í frábærum 2-0 útisigri Víkings á FH fyrr í mánuðinum.

„Ég held að lekurinn gegn FH hafi verið besti leikurinn á þessu tímabili. Þetta var líka ein af stærstu stundunum í sögu félagsins. Ég vona að þetta verði ekki síðasta slíka stundin á þessu sumri," sagði Kenan við Fótbolta.net í dag.

„Í hreinskilni sagt þá fórum við inn í leikinn og bárum mikla virðingu fyrir FH. Við vonuðumst eftir einu stigi en með frábærri einbeitingu og liðsheild náðum við þremur."

Ólafsvíkingar eru eftir tólft umferðir með 13 stig í 8. sæti deilarinnar.

„Ég er ánægður með þessi 13 stig en við getum alltaf gert betur. Við erum að leggja hart að okkur og berjast í hverjum leik til að ná markmiði okkar. Ég hef trú á að við getum haldið sæti okkar í Pepsi-deildinni á þessu tímabili."

Kenan er á sínu þriðja tímabili í Ólafsvík en hann lék áður í eitt ár með Sindra á Höfn í Hornafirði. „Ég kann vel við lífið á Íslandi og í Ólafsvík," sagði Kenan en hann er klár í næsta leik Ólsara gegn KR á mánudaginn.

„Eins og öll önnur lið í deildinni þá berum við virðingu fyrir KR en við förum ekki þangað með hvíta flaggið. Við vitum að KR er sigurstranglegra liðið í þessum leik en við munum fá okkar færi og vonandi nýtum við þau," sagði Kenan.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Leikmaður 12. umferðar - Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Leikmaður 11. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 9. umferðar - Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Leikmaður 8. umferðar - Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Leikmaður 7. umferðar - Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Leikmaður 6. umferðar - Emil Lyng (KA)
Leikmaður 5. umferðar - Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Leikmaður 4. umferðar - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Aleksandar Trninic (KA)
Leikmaður 2. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 1. umferðar - Steven Lennon (FH)
Athugasemdir
banner